Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadalsmegin

Verktaki hefur undanfarna viku verið að vinna að undirbúningi og styrkingum á stafni Fnjóskadalsmegin og í dag um kl. 18 var síðan fyrsta sprenging framkvæmd í göngum. Áður en fyrsta sprengingin var framkvæmd var verktaki þó búinn að fleyga lítillega úr stafni. Fyrsta sprengingin var fremur lítil enda þörf á að varlega sé farið fyrstu metrana. Boraðar voru 35 holur í hluta þversniðsins 3m langar og hver hola hlaðin með rétt ríflega 1 kg af sprengiefni. Eins og sjá má af mynd er bergið nokkuð brotið og var því fleygað nokkuð meira úr eftir þetta fyrsta skot. Næstu skref í greftri er að sprengja þann hluta sem eftir er sem mun verða í nótt og má þá segja að göngin verði orðin u.þ.b. 3m löng.
Gangamenn voru að vonum frekar ánægðir með dagsverkið og fengu sér smá hressingu í lok vaktar í tilefni dagsins.

Bookmark the permalink.

Comments are closed.