Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadalsmegin

Verktaki hefur undanfarna viku verið að vinna að undirbúningi og styrkingum á stafni Fnjóskadalsmegin og í dag um kl. 18 var síðan fyrsta sprenging framkvæmd í göngum. Áður en fyrsta sprengingin var framkvæmd var verktaki þó búinn að fleyga lítillega úr stafni. Fyrsta sprengingin var fremur lítil enda þörf á … lesa meira . . .

Verkframvinda í Vaðlaheiðargöngum fram til júlí 2014

Gangagröftur fór vel á stað og gekk almennt bærilega á árinu 2013 í ágætum aðstæðum. Berg var gott að jafnaði og innrennsli vatns lítið lengst af. Einungis eitt slæmt brotabelti kom fram í göngunum á um 10 m löngum kafla eftir rúmlega kílómeters gröft. Þegar verktaki fór í jólafrí þann … lesa meira . . .

1000 m markinu náð í Vaðlaheiðargöngum!

Í dag, föstudaginn 1. nóvember 2013, var 1000 m markinu náð í göngunum. Fyrsta sprenging í göngum var þann 3. júlí s.l. og hefur gangagröftur gengið vel frá upphafi, göng verið nokkuð þurr og jarðfræðiaðstæður að mestu góðar. Unnið er allan sólahringinn alla daga vikunnar og eru meðalvikuafköst þessa fyrstu … lesa meira . . .

“Viðhafnarsprenging” í Vaðlaheiðargöngum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri og Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs ÍAV Tveir gamalreyndir, Sigurður Oddsson og Björn A. Harðarson, að sjálfsögðu á staðnum. Svo nefnd viðhafnarsprenging í Vaðlaheiðargöngum fór fram í dag 12. júlí og var það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem hleypti af skotinu.  Hefð hefur verið … lesa meira . . .

Fyrsta sprenging í Vaðlaheiðargöngum

Unnið við hleðslu Unnið við að setja sprengimottur fyrir Gangastafn eftir fyrstu sprengingu. Fyrsta sprenging í Vaðlaheiðargöngum var í dag, miðvikudaginn 3. júlí. Búið að hlaða og tengja Ýtt á hnappinn Ánægðir sprengistjórar Kátir starfsmenn eftir fyrsta skot

Seinni opnun tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga

Seinni opnunarfundur tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var í dag, 4. júní 2013. Val bjóðanda/ráðgjafa fór fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda/ráðgjafa og verðtilboð. Í útboðslýsingu kemur m.a. fram … lesa meira . . .

Norðfjarðargöng, eftirlit – Opnun tilboða

Fyrri opnunarfundur tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var í dag, 28. maí 2013. Jarðgöngin verða um 7,5 km löng í bergi og er breidd þeirra 8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 370 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 7,0 km af nýjum vegum. … lesa meira . . .

Vinna við gerð Vaðlaheiðarganga komin af stað

Þann 2. apríl s.l. hófst vinna við gerð Vaðlaheiðarganga með greftri á lausu efni í forskeringum Eyjafjarðarmegin. Vinna við bergskeringar á þessu svæði hófst síðan þann 18. apríl og er nú nokkuð á veg komin.    

GeoTek 10 ára

Nú í mars fagnaði GeoTek 10 ára starfsafmæli

Eftirlitssamningur fyrir Vaðlaheiðargöng undirritaður

Samningur um eftirlit við gerð Vaðlaheiðarganga var undirritaður 1. febrúar 2013. GeoTek ehf. í samstarfi við Eflu munu sjá um umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gerð Vaðlaheiðarganga. Jarðgöngin eru um 7,17 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er 320 m; samtals 7,5 km. Þversnið ganga er samkvæmt norskum … lesa meira . . .

Velkomin á síðu GeoTek ehf.

Síðan okkar er í vinnslu. Ef einhverjar spurningar eru varðandi Geotek þá vinsamlegast hafið samband við Björn A. Harðarson í síma 893 9003 eða Odd Sigurðsson í síma 893 9001 eða sendið okkur línu á geotek@geotek.is. Kærar þakkir og takk fyrir innlitið.