Seinni opnun tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga

Seinni opnunarfundur tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var í dag, 4. júní 2013.

Norðfjarðargöng-yfirlitsmynd

Norðfjarðargöng-yfirlitsmynd

Val bjóðanda/ráðgjafa fór fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda/ráðgjafa og verðtilboð.

Í útboðslýsingu kemur m.a. fram að ráðgjafi þurfi að ná að lágmarki 70 stigum af 100 mögulegum í hæfnismati. Að því skilyrði uppfylltu þá gildi verðtilboð 100%. Við mat á hæfi ráðgjafa er tekið tillit til menntunar, reynslu og verktilhögunar og var vægi matsatriða í heildarmati á hæfi: Verktilhögun (25%) og starfslið (75%).

Á opnunarfundinum var lesin upp hæfiseinkunn hvers bjóðanda og náðu allir bjóðendur lágmarkinu, en ansi var þetta nú langt frá því sem við hjá GeoTek og Eflu fengum 😉 og síðan voru lesnar upp tilboðsupphæðir ásamt kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Í töflunni hér að neðan eru niðurstöður útboðsins, þ.e. niðurstaða hæfnismats og tilboðsupphæðir.

Bjóðandi Hæfnismat Tilboð kr. Hlutfall (%)
GeoTek og Efla 94,5 499.955.000 91,73
Verkís og VSÓ 75,0 488.914.000 89,71
Hnit 80,5 431.308.315 79,14
Áætlun Vg 545.000.000 100,00

Við óskum Hniturum til hamingju með tilboðið en hryggjumst jafnframt yfir því hvert stefnir og að tilboð sem eru rétt um eða undir 80% af kostnaðaráætlun séu orðin raunin í dag.

Þess má til gamans geta að ef enn gilti sú regla hjá opinberum verkkaupum að hæfi sé metið til lokaeinkunnar þá væri niðurstaðan önnur. Í einu af síðustu verkum Vegagerðarinnar þegar hæfi og verð voru hvort tveggja metin til heildareinkunnar þá gilti hæfnismat 65% og verðtilboð 35% í heildareinkunn.  Sá aðili sem fékk hæstu heildareinkunn fékk þá verkið.

Miðað við þá reglu hefði niðurstaðan verið eins og fram kemur í töflunni hér að neðan.

Bjóðandi Heildareinkunn
GeoTek og Efla 91,6
Verkís og VSÓ 79,6
Hnit 87,3

 

Bookmark the permalink.

Comments are closed.