Eftirlitssamningur fyrir Vaðlaheiðargöng undirritaður

Samningur um eftirlit við gerð Vaðlaheiðarganga var undirritaður 1. febrúar 2013.

Undirskrift samnings Vaðla

GeoTek ehf. í samstarfi við Eflu munu sjá um umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gerð Vaðlaheiðarganga.

Jarðgöngin eru um 7,17 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er 320 m; samtals 7,5 km. Þversnið ganga er samkvæmt norskum stöðlum og nefnist T9,5; breidd ganga í veghæð er 9,5 m og er þverskurðarflatarmál ganganna um 66,7 fermetrar.

Verkið nær ennfremur til lagningar um 1,2 km langs vegar í Eyjarfirði ásamt hringtorgi og um 2,9 km vegkafla í Fnjóskadal, eða samtals um 4,1 km.

Verkið mun hefjast nú í vor og er fyrirhugað að verki verði lokið síðla árs 2016.

 

 

Bookmark the permalink.

Comments are closed.