1000 m markinu náð í Vaðlaheiðargöngum!

Í dag, föstudaginn 1. nóvember 2013, var 1000 m markinu náð í göngunum.

Fyrsta sprenging í göngum var þann 3. júlí s.l. og hefur gangagröftur gengið vel frá upphafi, göng verið nokkuð þurr og jarðfræðiaðstæður að mestu góðar. Unnið er allan sólahringinn alla daga vikunnar og eru meðalvikuafköst þessa fyrstu 1000 metra rétt tæplega 58 m.

Hér að neðan má sjá myndir úr Vaðlaheiðargöngum sem sýna starfsmenn að störfum við hina ýmsu verkþætti í gangagerðinni.

Bookmark the permalink.

Comments are closed.