Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadalsmegin

Verktaki hefur undanfarna viku verið að vinna að undirbúningi og styrkingum á stafni Fnjóskadalsmegin og í dag um kl. 18 var síðan fyrsta sprenging framkvæmd í göngum. Áður en fyrsta sprengingin var framkvæmd var verktaki þó búinn að fleyga lítillega úr stafni. Fyrsta sprengingin var fremur lítil enda þörf á að varlega sé farið fyrstu metrana. Boraðar voru 35 holur í hluta þversniðsins 3m langar og hver hola hlaðin með rétt ríflega 1 kg af sprengiefni. Eins og sjá má af mynd er bergið nokkuð brotið og var því fleygað nokkuð meira úr eftir þetta fyrsta skot. Næstu skref í greftri er að sprengja þann hluta sem eftir er sem mun verða í nótt og má þá segja að göngin verði orðin u.þ.b. 3m löng.
Gangamenn voru að vonum frekar ánægðir með dagsverkið og fengu sér smá hressingu í lok vaktar í tilefni dagsins.

Verkframvinda í Vaðlaheiðargöngum fram til júlí 2014

Gangagröftur fór vel á stað og gekk almennt bærilega á árinu 2013 í ágætum aðstæðum. Berg var gott að jafnaði og innrennsli vatns lítið lengst af. Einungis eitt slæmt brotabelti kom fram í göngunum á um 10 m löngum kafla eftir rúmlega kílómeters gröft. Þegar verktaki fór í jólafrí þann 20. desember var búið að sprengja 1.371 m eða ríflega 19% af heildarlengd ganganna. Gröftur fór mjög vel af stað á árinu 2014 og náðust m.a. mestu vikulegu afköst til þessa í fjórðu viku janúar eða um 95 m. Um miðjan febrúar þegar göngin voru orðin um 1.840 m að lengd kom inn mikið magn af heitu vatni í göngin úr afmörkuðu misgengi. Vatnsmagnið og hitinn hafði umtalsverð áhrif á framvindu verksins næstu vikurnar á eftir auk þess sem vinna við bergþéttingar var nokkuð drjúg. Grípa þurfti til ýmissa ráðstafana til að bæta vinnuumhverfi í göngunum s.s. að setja upp stærri loftræsiblásara fyrir göngin og nokkra viðbótarblásara inn í göngin m.a. til að minnka gufumyndun í göngunum. Ágætis framvinda náðist í síðari hluta apríl og fyrri hluta maí en hiti í göngunum hækkaði heldur eftir því sem innar dróg og gerði starfsmönnum nokkuð erfitt fyrir. Afköst í greftri í síðari hluta maí og júní voru fremur lítil m.a. vegna bergþéttinga. Í lok júní 2014 var búið að grafa 2.504 m eða um 34,8% af heildarlengd.

Jarðfræðilegar aðstæður í göngum hafa verið svipaðar og búist var við að frátöldu innrennsli á heitu vatni og háum berghita í innri hluta ganga. Berg hefur að jafnaði verið ágætt en stöku setlög hafa komið fyrir en flest þeirra fremur þunn og ekki valdið vandræðum umfram það sem búist var við. Fjöldi misgengja og bergganga hefur einnig verið svipaður og reiknað var með. Heildarinnrennsli vatns í göngin í lok tímabilsins var um 200 l/s eftir að fyrstu þéttiaðgerð við stóra innrennslið lauk. Þegar mest var runnu um 400 l/s út úr göngunum.

Gröftur á lausu efni í forskeringu Fnjóskadalsmegin hófst ekki fyrr en um miðjan ágúst 2013 og var unnið þar fram eftir október þegar vinnu var hætt þeim megin. Gröftur á föstu í forskeringunni hófst í síðari hluta maí 2014 og var losun langt komin í lok júní.

Hér að neðan eru nokkrar myndir úr framkvæmdinni

1000 m markinu náð í Vaðlaheiðargöngum!

Í dag, föstudaginn 1. nóvember 2013, var 1000 m markinu náð í göngunum.

Fyrsta sprenging í göngum var þann 3. júlí s.l. og hefur gangagröftur gengið vel frá upphafi, göng verið nokkuð þurr og jarðfræðiaðstæður að mestu góðar. Unnið er allan sólahringinn alla daga vikunnar og eru meðalvikuafköst þessa fyrstu 1000 metra rétt tæplega 58 m.

Hér að neðan má sjá myndir úr Vaðlaheiðargöngum sem sýna starfsmenn að störfum við hina ýmsu verkþætti í gangagerðinni.

“Viðhafnarsprenging” í Vaðlaheiðargöngum

IMG_8954Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri og Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs ÍAV

IMG_8961Tveir gamalreyndir, Sigurður Oddsson og Björn A. Harðarson, að sjálfsögðu á staðnum. Svo nefnd viðhafnarsprenging í Vaðlaheiðargöngum fór fram í dag 12. júlí og var það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem hleypti af skotinu.  Hefð hefur verið fyrir því að ráðherra samgöngumála hleypi af “fyrsta” skotinu og er þetta því í fyrsta skipti í sögunni sem það er ekki.

IMG_8959Gert klárt fyrir skotið

IMG_8963Hluti boðsgesta kíkja á afraksturinn

Fyrsta sprenging í Vaðlaheiðargöngum

IMG_8707Unnið við hleðslu

IMG_8711

IMG_8728Unnið við að setja sprengimottur fyrir

IMG_8760Gangastafn eftir fyrstu sprengingu. Fyrsta sprenging í Vaðlaheiðargöngum var í dag, miðvikudaginn 3. júlí.

IMG_8710

IMG_8725Búið að hlaða og tengja

IMG_8742Ýtt á hnappinn

IMG_8762Ánægðir sprengistjórar

IMG_8769Kátir starfsmenn eftir fyrsta skot

Seinni opnun tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga

Seinni opnunarfundur tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var í dag, 4. júní 2013.

Norðfjarðargöng-yfirlitsmynd

Norðfjarðargöng-yfirlitsmynd

Val bjóðanda/ráðgjafa fór fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda/ráðgjafa og verðtilboð.

Í útboðslýsingu kemur m.a. fram að ráðgjafi þurfi að ná að lágmarki 70 stigum af 100 mögulegum í hæfnismati. Að því skilyrði uppfylltu þá gildi verðtilboð 100%. Við mat á hæfi ráðgjafa er tekið tillit til menntunar, reynslu og verktilhögunar og var vægi matsatriða í heildarmati á hæfi: Verktilhögun (25%) og starfslið (75%).

Á opnunarfundinum var lesin upp hæfiseinkunn hvers bjóðanda og náðu allir bjóðendur lágmarkinu, en ansi var þetta nú langt frá því sem við hjá GeoTek og Eflu fengum 😉 og síðan voru lesnar upp tilboðsupphæðir ásamt kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Í töflunni hér að neðan eru niðurstöður útboðsins, þ.e. niðurstaða hæfnismats og tilboðsupphæðir.

Bjóðandi Hæfnismat Tilboð kr. Hlutfall (%)
GeoTek og Efla 94,5 499.955.000 91,73
Verkís og VSÓ 75,0 488.914.000 89,71
Hnit 80,5 431.308.315 79,14
Áætlun Vg 545.000.000 100,00

Við óskum Hniturum til hamingju með tilboðið en hryggjumst jafnframt yfir því hvert stefnir og að tilboð sem eru rétt um eða undir 80% af kostnaðaráætlun séu orðin raunin í dag.

Þess má til gamans geta að ef enn gilti sú regla hjá opinberum verkkaupum að hæfi sé metið til lokaeinkunnar þá væri niðurstaðan önnur. Í einu af síðustu verkum Vegagerðarinnar þegar hæfi og verð voru hvort tveggja metin til heildareinkunnar þá gilti hæfnismat 65% og verðtilboð 35% í heildareinkunn.  Sá aðili sem fékk hæstu heildareinkunn fékk þá verkið.

Miðað við þá reglu hefði niðurstaðan verið eins og fram kemur í töflunni hér að neðan.

Bjóðandi Heildareinkunn
GeoTek og Efla 91,6
Verkís og VSÓ 79,6
Hnit 87,3

 

Norðfjarðargöng, eftirlit – Opnun tilboða

Fyrri opnunarfundur tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar var í dag, 28. maí 2013.

Norðfjarðargöng, yfirlitsmynd

Norðfjarðargöng, yfirlitsmynd

Jarðgöngin verða um 7,5 km löng í bergi og er breidd þeirra 8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 370 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 7,0 km af nýjum vegum. Eftirlitið nær einnig til fleiri útboða í verkinu svo sem til stýrikerfis, fjarskiptakerfis, hraðamyndavéla og byggingu brúa á Eskifjarðará, 38 m og Norðfjarðará, 44 m.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Á fundinu var lesið upp hverjir skiluðu inn tilboðum.

Bjóðandi
GeoTek ehf. og Efla hf., Reykjavík
Verkís hf. og VSÓ – Ráðgjöf ehf., Reykjavík
Verkfæðistofan Hnit hf., Reykjavík

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 4. júní 2013 kl. 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Eftirlitssamningur fyrir Vaðlaheiðargöng undirritaður

Samningur um eftirlit við gerð Vaðlaheiðarganga var undirritaður 1. febrúar 2013.

Undirskrift samnings Vaðla

GeoTek ehf. í samstarfi við Eflu munu sjá um umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gerð Vaðlaheiðarganga.

Jarðgöngin eru um 7,17 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er 320 m; samtals 7,5 km. Þversnið ganga er samkvæmt norskum stöðlum og nefnist T9,5; breidd ganga í veghæð er 9,5 m og er þverskurðarflatarmál ganganna um 66,7 fermetrar.

Verkið nær ennfremur til lagningar um 1,2 km langs vegar í Eyjarfirði ásamt hringtorgi og um 2,9 km vegkafla í Fnjóskadal, eða samtals um 4,1 km.

Verkið mun hefjast nú í vor og er fyrirhugað að verki verði lokið síðla árs 2016.

 

 

Velkomin á síðu GeoTek ehf.

bakgrunnur-spennulínur-1920x1200.jpg

Síðan okkar er í vinnslu.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi Geotek þá vinsamlegast hafið samband við Björn A. Harðarson í síma 893 9003 eða Odd Sigurðsson í síma 893 9001 eða sendið okkur línu á geotek@geotek.is.

Kærar þakkir og takk fyrir innlitið.