Verktaki hefur undanfarna viku verið að vinna að undirbúningi og styrkingum á stafni Fnjóskadalsmegin og í dag um kl. 18 var síðan fyrsta sprenging framkvæmd í göngum. Áður en fyrsta sprengingin var framkvæmd var verktaki þó búinn að fleyga lítillega úr stafni. Fyrsta sprengingin var fremur lítil enda þörf á að varlega sé farið fyrstu metrana. Boraðar voru 35 holur í hluta þversniðsins 3m langar og hver hola hlaðin með rétt ríflega 1 kg af sprengiefni. Eins og sjá má af mynd er bergið nokkuð brotið og var því fleygað nokkuð meira úr eftir þetta fyrsta skot. Næstu skref í greftri er að sprengja þann hluta sem eftir er sem mun verða í nótt og má þá segja að göngin verði orðin u.þ.b. 3m löng.
Gangamenn voru að vonum frekar ánægðir með dagsverkið og fengu sér smá hressingu í lok vaktar í tilefni dagsins.
-
Fréttir
- Fyrsta sprenging í göngum Fnjóskadalsmegin 06/09/2014
- Verkframvinda í Vaðlaheiðargöngum fram til júlí 2014 05/08/2014
- 1000 m markinu náð í Vaðlaheiðargöngum! 01/11/2013
- “Viðhafnarsprenging” í Vaðlaheiðargöngum 12/07/2013
- Fyrsta sprenging í Vaðlaheiðargöngum 03/07/2013
- Seinni opnun tilboða í eftirlit með gerð Norðfjarðarganga 04/06/2013
- Norðfjarðargöng, eftirlit – Opnun tilboða 28/05/2013
- Vinna við gerð Vaðlaheiðarganga komin af stað 23/04/2013
- GeoTek 10 ára 03/03/2013
- Eftirlitssamningur fyrir Vaðlaheiðargöng undirritaður 01/02/2013