Gangagröftur fór vel á stað og gekk almennt bærilega á árinu 2013 í ágætum aðstæðum. Berg var gott að jafnaði og innrennsli vatns lítið lengst af. Einungis eitt slæmt brotabelti kom fram í göngunum á um 10 m löngum kafla eftir rúmlega kílómeters gröft. Þegar verktaki fór í jólafrí þann 20. desember var búið að sprengja 1.371 m eða ríflega 19% af heildarlengd ganganna. Gröftur fór mjög vel af stað á árinu 2014 og náðust m.a. mestu vikulegu afköst til þessa í fjórðu viku janúar eða um 95 m. Um miðjan febrúar þegar göngin voru orðin um 1.840 m að lengd kom inn mikið magn af heitu vatni í göngin úr afmörkuðu misgengi. Vatnsmagnið og hitinn hafði umtalsverð áhrif á framvindu verksins næstu vikurnar á eftir auk þess sem vinna við bergþéttingar var nokkuð drjúg. Grípa þurfti til ýmissa ráðstafana til að bæta vinnuumhverfi í göngunum s.s. að setja upp stærri loftræsiblásara fyrir göngin og nokkra viðbótarblásara inn í göngin m.a. til að minnka gufumyndun í göngunum. Ágætis framvinda náðist í síðari hluta apríl og fyrri hluta maí en hiti í göngunum hækkaði heldur eftir því sem innar dróg og gerði starfsmönnum nokkuð erfitt fyrir. Afköst í greftri í síðari hluta maí og júní voru fremur lítil m.a. vegna bergþéttinga. Í lok júní 2014 var búið að grafa 2.504 m eða um 34,8% af heildarlengd.
Jarðfræðilegar aðstæður í göngum hafa verið svipaðar og búist var við að frátöldu innrennsli á heitu vatni og háum berghita í innri hluta ganga. Berg hefur að jafnaði verið ágætt en stöku setlög hafa komið fyrir en flest þeirra fremur þunn og ekki valdið vandræðum umfram það sem búist var við. Fjöldi misgengja og bergganga hefur einnig verið svipaður og reiknað var með. Heildarinnrennsli vatns í göngin í lok tímabilsins var um 200 l/s eftir að fyrstu þéttiaðgerð við stóra innrennslið lauk. Þegar mest var runnu um 400 l/s út úr göngunum.
Gröftur á lausu efni í forskeringu Fnjóskadalsmegin hófst ekki fyrr en um miðjan ágúst 2013 og var unnið þar fram eftir október þegar vinnu var hætt þeim megin. Gröftur á föstu í forskeringunni hófst í síðari hluta maí 2014 og var losun langt komin í lok júní.
Hér að neðan eru nokkrar myndir úr framkvæmdinni
Ídæling boltagrauts (22.05.2014)
Vinna við efnagrautun í gólfholur rétt ofan sprungu st. 2.580 (01.07.2014)
Unnið við sementsgrautun. Grautunarholur á stafni st.2.701 (12.03.2014)
Unnið við hleðslu, st 2.646 (02.03.2014)
Sementsgrautunarbíll. Unnið við sementsgrautun st. 2.701 (12.03.2014)
Ásprautun færu st. 2.512-.2.517 (11.02.2014)
Vatnsleki úr stafni st. 2.577 (17.02.2014)
Heitavatnsæð (ca. 350 l/s, 46,5°C) í vinstri hlið ganga í st. 2.580 (15.03.2014)
Unnið við niðursetningu á „dren“-rörum/grautunarholum í gólf rétt innan við 2.580 (30.06.2014)
Unnið við borun á bergþéttingarholu í gólf í st. 2.580 (27.06.2014)
Unnið við klapparhreinsun og borun fyrir pallsprengingu í forskeringu Fnjóskadalsmegin (26.05.2014)
Vatn úr vatnsæð 2.580 komið að hluta í rör (24.05.2014)
Undirbúningsvinna fyrir lokun heitavatnsæðar í st. 2.580 (20.05.2014)
Horft út göngin eftir innflæði vatns í st. 2.577 (17.02.2014)
Sementsgrautun á svæði í þaki og veggjum við sprungu í st. 2.580 (28.06.2014)
Járnplötu með ásoðnum rörum komið fyrir í sprungu 2.580 (22.06.2014)
Unnið við efnagrautun sprungu st. 2.580. Litarefni notað til að kanna lekaleið vatns (01.07.2014)
Rör til að setja inn í „dren“-holur við st. 2.580 (21.05.2014)
Unnið við bergþéttingu með efnaefju í sprungu st. 2.580 (25.06.2014)
Ísetning bergbolta (22.05.2014)
Vélskrotun sprengifæru st. 2.364-2.369 (31.01.2014)
Forskering Fnjóskadalsmegin (14.06.2014)
Mæling á stafni st. 2.537; setlag í neðri hluta (13.02.2014)
Rör komin í „dren“-holur rétt innan við st. 2.580 (22.05.2014)
Unnið við efnagrautun sprungu st. 2.580. Litarefni notað til að kanna lekaleið vatns (01.07.2014)
Búið að sprauta og festa járnplötu í sprungu 2.580 (22.06.2014)
Þvottur fyrir ásprautun st. 2.159-2.164 (14.01.2014)
Sementsgrautun á svæði í þaki og veggjum við sprungu í st. 2.580 (27.06.2014)
Svæðið við sprungu st. 2.580 styrkt með járnamottum og boltum (22.06.2014)
Vatnsþrýstingsmæling í grautunarholu, st. 2.651 (04.03.2014)
Stafn í st. 3.074. Gert klárt fyrir ásprautun. Setlag í efri hluta, misgengi á stafni og vatn úr könnunarholu (13.05.2014)
Unnið við pallsprengingu í forskeringu Fnjóskadalsmegin (02.06.2014)
Svæðið við sprungu st. 2.565 – 2.585 styrkt með járnamottum og boltum (29.06.2014)
Borun fyrir grautunarholum og ísetning pakkara, st. 2.732 (28.03.2014)
Búið að tengja barka og kranaloka á rör og setja undir veg og í skurð (27.05.2014)
Unnið við sementsgrautun. Grautunarholur á stafni st.2.701 (12.03.2014)